Jafnrétti er krafa. Jöfnuður er takmarkið. Alger jöfnuður er tímaskekkja og óframkvæmanlegt (Lesa dýrabæ, bókina um Maó, mannkynssöguna). Til að jafnrétti leiði til raunverulegs jafnaðar þarf að leiðrétta aðstöðumun ef einhver. Það er ekki lausn að leiða jöfnuð í lög t.d. með kvótum nema að með því sé verið að leiðrétta aðstöðumun (mótsögn?).
Aðstöðumunur getur verið í huga fólks og honum er hægt að breyta með kennslu og menntun. Aðstöðumunur getur líka verið í ytra umhverfi, gegn honum á að berjast með breytingum á ytra umhverfi til leiðréttingar. M.t.t. kynjajafnaðar, þá á að tryggja að karlmenn missi eins mikið úr vinnu við barnsburð og konur og tryggja að barnauppeldi sé ekki sérverkefni kvenna t.d. með því að bjóða alvöru leikskóla, frístundaheimili og skóla. Breytingar er miða að því að fólk vinni eðlilegan vinnudag og enga yfirvinnu eru líka dæmi um breytingar sem stuðla að kynjajöfnuði á vinnumarkaði. Mestan kynjaójöfnuð má finna í stéttum þar sem að karlmenn vinna yfir sig til að græða og þar sem að konur hafa fórnað starfsframa fyrir aðhlynningu barna, jafnvel án þess að eiga nokkuð val eða stuðning (einstæðar mæður?).
Flokkur: Vísindi og fræði | 2.2.2008 | 13:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning