eh?

Ef að þetta stenst lög, þá þarf að breyta lögunum. Ef að þetta stenst ekki lög, þarf að vísa þessum dómurum öllum frá. Í fljótum yfirlestri dómsins, skil ég ekki betur en að samkæmt honum sé þögn sama og samþykki og enginn efi sé um hvað gerðist. Hvernig getur það verið að einhver geti ruðst inn á salerni og haft samræði við drukinn einstakling í sjokki, sem að hann hefur aldrei hitt og að það teljist eðlilegt?  Það er fyllilega ljóst að konunni fannst hún vera nauðgað og er það ekki einmitt skilgreining á naugun að vera neyddur til að gera eitthvað gegn vilja sínum?? Fer þetta annars ekki fyrir hæstarétt?? Kannski eru dómarar þar hæfari? En, aftur ef að þetta stenst lög, þarf að breyta lögunum.
mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

"..það að maðurinn ýtti konunni inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi.."

Það er nefnilega það.   Púkinn rétt vonar að þessu verði áfrýjað til Hæstaréttar og þessu kjaftæði snúið við þar.

Ef ekki, þá er íslenskt þjóðfélag orðið þannig að maður ætti kannski að forða sér héðan til einhvers siðmenntaðs lands.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 17:34

2 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Pétur Henry, þegar ég var unglingur var manni kennt að berjast ekki á móti ef maður lenti í svona aðstöðu því maður gæti farið verr út úr því. Ég mun svo  sannarlega ekki flytja dætrum mínum þann boðskap ! 

Samkvæmt þessum dómi hafa karlmenn rétt til að hafa mök við allar konur að þeim forspurðum þar til þær mótmæla !!  það er eitthvað mikið að hérna..

Heiða Björg Hilmisdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband