Gaman væri að vita hverjir sitja í bankaráði þessu og hverjir veittu þessu brautargengi. Mér skilst að Ragnar Arnals hafi ekki gert það og ég hylli hann fyrir það. Ég bara trúi því ekki að Ellert og Kristrún hafi kosið með þessu, enda eru þau varamenn. Svo hvet ég alla sem að geta að sjá til þess að þessum mönnum verði komið úr bankaráðinu, af augljósum ástæðum.
skv vefsíðu bankans
Aðalmenn
Helgi S. Guðmundsson framkvæmdastjóri, formaður
Ólafur G. Einarsson fyrrverandi alþingismaður, varaformaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri (frá 9. október 2003)
Jón Þór Sturluson hagfræðingur
Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri
Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra og alþingismaður
Varamenn
Erna Gísladóttir framkvæmdastjóri
Sigfús I. Sigfússon
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur
Birna M. Olgeirsdóttir
Ellert B. Schram
Kristrún Heimisdóttir
Tryggvi Friðjónsson forstöðumaður
Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 6.6.2007 | 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Laun Seðlabankastjóra eru grín ef borin saman við aðra bankastjóra. Við viljum hafa þarna hæfasta fólkið og því þurfa launin að vera samkeppnishæf. Það eru aðrir tímar og hlutverk bankans aldrei fyrr jafn mikilvægt. Á einn veg klöppum við fyrir útrás fjármálafyrirtækja og á hinn veginn vælum við yfir launum seðlabankastjóranna sem verja okkur almenning fyrir hættum þeim sem koma upp í hagkerfinu þegar of glannalega er farið. Við verðum aðvera samkvæm sjálfum okkur. Laun annarra bankastjóra eru margföld seðlabankastjóranna. Það er gott ef menn eru þá að vinna vinnuna sína.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:41
Jónína, því ætti að bera laun seðlabankastjóra við laun annarra bankastjóra. Það er ekki ráðið í þetta starf á markaðslegum forsemdum. Það eru skipaðir aflóga stjórnmálamenn, sem ekkert vit hafa á þessu.
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:50
Er Davíð kominn á eftirlaunin sem hann skammtaði sérí félagi við þá Halldór Ásgrímsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrím J. Sigfússon og Guðjón Arnar Kristjánsson?
Davíð átti frumkvæði að eftirlaunalögunum þegar hann sá fram á að þurfa að víkja úr stóli forsætisráðherra fyrir Halldóri. Réttur hans til töku eftirlauna var þá lækkaður niður í 55 ár, eða eins og hentaði.
Ein rökin fyrir siðleysinu voru þau að stjórnmálamenn þyrftu þá ekki að sækjast eftir opinberum embættum er þeir hyrfu af pólitískum vettvangi.
Það aftraði að sjálfsögðu ekki Davíð þegar til kom, enda fyrirsláttur þeirra frumvarpsmanna eins og annað sem notað var til að rökstyðja sjálftökuna. En þegar Davíð tók við embætti seðlabankastjóra, þorði hann ekki að þiggja jafnframt eftirlaunin sem hann hafði skammtað sér og sagði laun seðlabankastjóra það góð að slíkt væri óþarfi. Hafði hann enda látið hækka laun seðlabankastjóra mjög ríflega áður en hann tók við embættinu. (Vinstri grænn bankaráðsmaður - Ragnar Arnalds - tók þátt í því heilshugar þótt hann viðurkenndi opinberlega að það væri siðleysi).
Spurningin er hvort Davíð sé nú farinn að þiggja eftirlaun jafnframt þeim launum sem hann þiggur sem seðlabankastjóri. Það gæti verið vissara fyrir hann áður en ný stjórn fer að fikta í ólögunum eins og hún segist ætla að gera (sennilega verður það kattarþvottur). Allt sendiherrastóðið hefur þegar hafið töku eftirlauna og þannig tryggt að ekki verði af þeim tekinn - bótalaust - þessi nýfengni og rausnarlegi réttur. Svavar verkalýðsinni Gestsson eins og aðrir :)
Íslenskir fjölmiðlar eru með gullfiskaminni og áreiðanlega er ekkert jafnsárameinlaust til undir sólinni. Þess vegna verður seðlabankastjóri tæplega spurður þessarar einföldu spurningar. Íslenskir fréttamenn eru ekki aðeins duglausir heldur líka huglausir. Yfirleitt.
Rómverji (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:10
Seðlabankastjórar eru obinberir starsmenn, yfirleitt við aldur að því er mér sýnist, jafnvel komnir af besta aldri fyrir slíkt starf og ekki ráðnir á opnum markaði. Ef að hægt væri að sýna fram á það að það þyrfti að lokka bestu menn (konur) til starfans og að með því að fá besta fólkið hlytist eitthvað gott af því fyrir allan almening, þá væri ég bara alveg sammála Jónínu. Væri t.d. gaman að fá einhvern útlending sem seðlabankastjóra, sem væri eflaust ef að þetta væri auglýst í raun og veru. En svo er bara ekki.
Pétur Henry Petersen, 6.6.2007 kl. 13:24
Var að lesa greinina í fréttablaðinu. Þar er sagt að laun bankastjóranna hafi verið hækkuð vegna þess að undirmenn þeirra voru farnir að nálgast þá í launum. Nú er tvennt í því, líklega eru undirmennirnir mun mikilvægari heldur en bankastjórarnir og því eflaust samkeppni um að ná í þá og þá spurning hvort hið obinbera ætti að reyna að keppa í launum við viðskiptalífið. Þeirri spurningu er hægt að svara annaðhvort neitandi eða játandi. Ég hallast að neiinu sjálfur. Veit um fá dæmi þess að hið obinbera geri slíkt, hví hér? Er það kannski af því að þeim finnist þeir sjálfir vera svona mikilvægir, eru ekki margir sem hugsa þannig? Ætti t.d. ekki Veðurstofan og t.d. Háskólinn að hafa svipað kerfi? Eru það eitthvað ómerkilegri stofnanir?
En fyndið að bankastjórarnir færist þá automatiskt upp sjálfir, þar sem að þeir ráða líklega eitthverju um laun undirmanna sinna. Hér ætti launleynd kannski líka vel við? Bankastjórarnir á föstum launum æðstu yfirmanna obinbera stofnanna og geta svo samið um launakjör starfsmanna. Undirmenn gætu þá allt eins verið á hærri launum en bankastjórarnir, so what?
Annar ættu náttúrulega allir að hafa himinhá laun. Vandamálið er bara að peningarnir koma einhverstaðar frá og einhver hluti eftirlauna,biðlaun og ofurlauna kemur úr skattheimtu á einstæðar mæður og öryrkja. Svo mörg eru þau orð. Það er hlutverk lýðræðiskjörinna fulltrúa að láta það ekki fara úr böndunum og allaveganna mín krafa á þá.
Pétur Henry Petersen, 6.6.2007 kl. 13:47
Gott hjá þér að setja fram lista þessa stjórnarmanna. Þetta eru margir hverjir góðvinir og póltískir samferðamenn Davíðs sýnist mér. Rökin um "hæfasta fólkið" ganga ekki upp. Ef að ríkissjóður ætlar að keppa við markaðsöflin í launum getum við allt eins lagt niður heilbrigðis- og tryggingakerfið og borgað stjórnendunum allt féð. Spurningin snýst um sómasamleg laun en ekki hæstu laun eða launakeppni við aðra bankastjóra. Fáist ekki vel hæft fólk fyrir 1.5 milljón í mánaðarlaun er eitthvað að hugsunarhætti þeirra sem hafa próf og hæfni til starfans. Það hugsa ekki allir um að græða sem mest. Höfum við gleymt því?
Svanur Sigurbjörnsson, 13.6.2007 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.