Til að mótmæla því að gert sé upp á milli gesta Hótel Sögu eftir kyni, litarhafti, kynhneigð, stjórnmálaskoðunum, atvinnu eða kyni (tvítekið svo fasískir femínistar taki það til sín) mun ég nú hætta öllum viðskiptum við Hótel Sögu og líklega í framhaldi af því Radisson sjálfan eða jafnvel íslenska bændur, semsagt bara tofu á minn disk.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 22.2.2007 | 16:43 | Facebook
Athugasemdir
Í ljósi þess að þú talar um fasíska femínista mætti spyrja: Hverrar þjóðar ert þú, góði?
Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 16:56
Hmhm... hvaða máli skiptir það?
Ég vísa til þess fólks er telur að tilgangurinn helgi meðalið og að brjóta megi rétt fólks sem því ekki hentar en ekki þeirra eigin rétti, af öðru fólki þ.e. að þeirra eigin réttur sé heilagur en annara ekki. Það að mínu mati er fasismi, þó að mér sýnist að mikið sé skeggrætt um hvað fasimsmi sé svona nákvæmlega. Til að fyrirbyggja miskiling er ég hlynntur jöfnum rétti t.d. ferðafrelsi, tjáningarfreslsi, fundafrelsi og málfrelsi. Hinsvegar ef að fólk brýtur lög, þá hefur það sínar eðlilegu afleiðingar. Mér hefði t.d. þótt ok ef að yfirvöld hefðu dæmt um að starfsemi þessa hóps væri ólögleg og tilkynnt þeim það eða ef að meðlimir (ekki hópurinn allur) hefður verið handtekinn við ólöglegt athæfi (en þá á líka hið sama að ganga yfir alla íslendinga og aðra gesti okkar). Sókrates væri stoltur af mér.
Þjóðerni mitt, heimsborgari.
Pétur Henry Petersen, 22.2.2007 kl. 17:20
Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðæeg gildi.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 17:37
Já þetta er mjög kómískt, þó að ég telji mig mikinn jafnaðarmann, þá get ég ekki verið sammála þeim á vinstri geiranum, sem svo fljótt eru tilbúnir að láta lög og reglur fjúka og ganga gegn frelsi eintaklingsins. Fyrsta og vonandi eina skiptið sem ég er sammála Geir Haarde og Sveini Andra sama daginn! Sjálfsmynd mín hrynur.
Pétur Henry Petersen, 22.2.2007 kl. 17:44
Við skulum ekki gleyma því að það voru engin mannréttindi brotin á neinum í þessu máli. Engum var bannað að koma til landins og fyrirtækjum er frjálst að velja sína viðskiptavini. Ef fólk getur ekki þolað að einhverjir séu ekki sammála því verður það auðvitað bara að halda sig sem lengst frá þeim sem eru ekki sammála og það er einmitt það sem virðist hafa gerst í þessu máli.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.2.2007 kl. 17:50
Nei. Það er bannað að missmuna fólki. Hvernig væri ef þú færir út í búð og kaupmaðurinn myndi segja við þig. Nei heyrðu mig góða þú ert kona. Konur fá ekki versla í búðinni minni.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 17:55
En hvað þetta er gaman.
Ef að þú Sóley, ættir pantað flug og hótel t.d. í Köben en svo sæju einhverjir að þú værir af þjóðerni þar sem að hvalir eru drepnir (þó að þú gerðir það ekki sjálf) og færu að plaga hótelið . Annað dæmi er að þú værir t.d. verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, aðalatriðið er að það væri eitthvað í þínu fasi sem einhverjum hópi fólks líkar ekki.
Hótelið myndi svo afturkalla pöntun þína. Væri ekki verið að brjóta þín mannréttindi. Það finnst þér kannski ekki en mér finnst það.
Að mínu mati er erfitt fyrir hótel að hafa hentistefnu í því hverjum þeir taka við eða ekki, þó að eflaust sé það þeirra ultimate réttur. Þá hefði líka Hótel Saga átt að segja það strax og þeir uppgötvuðu hvaða hópur þetta var, það var semsagt alls ekki stefna þeirra, heldur létu þeir undan þrýstingi.
Skil nú ekki þetta með að fólk sem ekki er sammála eigi að halda sig í burtu. Eiga semsagt allir sem ekki eru sammála einhverju sem einhverjir Íslendingar halda fram að halda sig frá landinu.
Pétur Henry Petersen, 22.2.2007 kl. 18:05
Þetta er landi og landsmönnum til háborinnar skammar.
Ísland, sem annars hefur fengið á sig mynd frjálshyggju og víðsýnis, fær hér hrikalegan skell.
Hvað fólk hefur að atvinnu, á ekki að skipta neinu máli hér, svo lengi sem atvinna þeirra er lögleg í þeirra heimalandi og að engin lög séu brotin á Íslandi.
Engin lögbrot voru hér á ferðinni, heldur einungis smáborgaraháttur... nei, molbúaháttur nokkurra íslenskra ráðamanna.
Þór Melsteð (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:09
Eins og ég sagði hér á öðru bloggi áðan það hef ég ekki skammast mín svona fyrir að vera Íslendingur síðan lögreglan og stjórnvöld létu handtaka Falun Gong meðlimi við komuna til landsins og flytja þá í ,,fangabúðir" á Reykjanesi. Og það sem fer ennþá meira í taugarnar á mér er að stjórnmálamenn á báða bóga notuðu þetta mál til að auglýsa "siðferði" sitt.
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:43
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:28
Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.
Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð...
Af hverju setur enginn út á það?HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:41
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:18
Sæll aftur Pétur Henry. Mér finnst þú svolítið vera að bera saman epli og appelsínur þarna í dæminu um mig, utanlandsferðarmiða og hvalveiðar :)
En það fylgir auðvitað þessu margumtalaða frelsi að fyrirtæki megi hafa hvaða þá hentistefnu sem þau vilja, það er svo þeirra að meta þá stefnu til fjár sem er víst það eina sem skiptir máli hjá þeim flestum.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:45
hmhm... Sóley, alltaf gaman að tala um ávexti.
Hinsvegar myndi ég ætla að setningin:
"Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, aðalatriðið er að það væri eitthvað í þínu fasi sem einhverjum hópi fólks líkar ekki. " væri frekar víð og myndi fyrirbyggja að þú myndir tala um epli og appelsínur. Eflaust væri hárnákvæmt dæmi að þú vinnir í hvalnum við hvalskurð og ætlaðir til New York á fund til hitta aðra sem stunda slíka iðju. Löglegt hérlendis en athæfið ólöglegt þar eða allaveganna talið ósiðlegt að stórum hluta þjóðarinnar þarmeðtalið stjórnvöldum. En tilgangurinn helgar meðalið, ekki satt, meðan að það er tilgangur sem að þóknast. Annars, er það mannréttindabrot. Það kalla ég tvískinnung.
Annars fannst mér elfur, útskýra það sem mér finnst kannski betur en ég get, svo að maður geti nú loksins vísað í konu :)
http://www.elfur.com/is/node/170
Pétur Henry Petersen, 23.2.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.